Home Fréttir Í fréttum Fyrirhugað útboð á rammasamningi fyrir þjónustu iðnmeistara

Fyrirhugað útboð á rammasamningi fyrir þjónustu iðnmeistara

156
0
Mynd: mbl.is/Golli

Ríkiskaup, fyrir hönd rammasamningsaðila, tilkynna undirbúning að nýjum rammasamningi fyrir þjónustu iðnmeistara í tengslum við viðhald, viðbætur og endurnýjun á fasteignum.

<>

Útboðið mun taka til eftirfarandi þjónustuflokka/iðngreina:

Blikksmíði

Málun

Málmiðn

Múrverk

Pípulögn

Rafiðn

Skrúðgarðyrkja

Trésmíði

Þátttakendum verður heimilt að bjóða í einstaka hluta útboðsins, og mun útboðið ásamt samningum í kjölfarið ná til alls landsins.

Kröfur til bjóðenda:

Skráning í fyrirtækjaskrá.

Trygg fjárhagsstaða.

Skil á opinberum gjöldum, þ.m.t. skatt, virðisaukaskatt og lífeyrisskuldbindingar.

Uppfylling allra lögboðinna krafna til starfsemi í viðkomandi iðngrein.

Sjá nánar leiðbeiningar um þátttöku í útboðum Ríkiskaupa hér:

Mikilvæg tilkynning til áhugasamra aðila:

Við hvetjum alla áhugasama að fylgjast náið með á útboðsvefnum og skrá sig í áskrift til að fá tilkynningu um nýjar auglýsingar. Það er brýnt að lesa útboðsgögnin vandlega og vanda frágang þeirra gagna sem óskað er eftir, til að komast hjá því að tilboð verði vísað frá.

Í ljósi reynslu af síðasta rammasamningi um þjónustu iðnmeistara, sem var að meðaltali 3 milljarðar án vsk á ári, sjáum við fram á spennandi og ábatasamt samstarf.

Skil á tilboðum og fylgigögnum 

Öllum tilboðum mun verða skilað rafrænt í útboðskerfi Ríksikaupa, TendSign. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um skráningu.

Hvetjum aðila til að kynna sér Leiðbeiningar varðandi tilboðsgerð  og skráningu á vefsíðu Ríkiskaupa.

Fyrirhugað er að auglýsa útboðið í apríl.

Heimild: Rikiskaup