Home Fréttir Í fréttum Ný flugstöð í einkaframkvæmd?

Ný flugstöð í einkaframkvæmd?

73
0
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn að bygg­ingu nýrr­ar flug­stöðvar á Reykja­vík­ur­flug­velli. Til skoðunar er að bygg­ing­in verði í einkafram­kvæmd.

<>

Sam­kvæmt viðtöl­um fjöl­miðla við Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóra og Sig­urð Inga Jó­hanns­son innviðaráðherra ligg­ur ljóst fyr­ir að flug­starf­semi verður óbreytt á Reykja­vík­ur­flug­velli næstu 15-20 árin hið minnsta. Nú­ver­andi flug­stöð er orðin göm­ul og slit­in og mik­il þörf á nú­tíma­legri bygg­ingu.

Þegar innviðaráðuneytið kynnti fjár­laga­frum­varp árs­ins 2024 í sept­em­ber sl. stóð þetta m.a.:

„Einnig verður haf­in vinna vegna end­ur­bygg­ing­ar flug­stöðvar á Reykja­vík­ur­flug­velli. Unn­in verður þarfagrein­ing með flugrek­end­um og flugaf­greiðsluaðilum ásamt hönn­unar­und­ir­bún­ingi.“

„Í til­lögu að sam­göngu­áætlun sem lögð var fyr­ir Alþingi í haust er gert ráð fyr­ir flug­stöð í Reykja­vík,“ seg­ir Bára Mjöll Þórðardótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi innviðaráðuneyt­is­ins, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

„Inn­an ráðuneyt­is­ins er til skoðunar hvort hægt sé að fara aðrar leiðir í fjár­mögn­un verk­efn­is­ins en með bein­um fram­lög­um af sam­göngu­áætlun. Ef af yrði gæti það aukið svig­rúm inn­an sam­göngu­áætlun­ar til flýt­ing­ar á öðrum fram­kvæmd­um á flug­völl­um hér­lend­is,“ bætti hún við.

„Verið er að skoða hvort hægt sé að fjár­magna verk­efnið með auk­inni aðkomu einkaaðila. Sú vinna er á al­gjör­um byrj­un­ar­reit,“ sagði Bára Mjöll þegar hún var spurð nán­ar um þetta atriði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is