Home Fréttir Í fréttum Fyrirhugað útboð: Hvalsker – Sauðlauksdalur – Hvallátrar

Fyrirhugað útboð: Hvalsker – Sauðlauksdalur – Hvallátrar

167
0

Vegagerðin er með á lista yfir fyrirhugað útboð á þessu ári vegarkafla í Patreksfirði Örlygshafnarvegi 612 frá Hvalskeri að Sauðlauksdal og þaðan að Hvallátrum.

<>

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir þetta sé í raun tvö verk en hugsanlegt þau að verði boðin út saman.

Annar hlutinn er frá slitlagsenda við Hvalsker og áfram en hitt er færslan á veginum framhjá Látrum.

Kostnaður er áætlaður um 700 m.kr.

Hvallátrahluti framkvæmdanna felst í að breyta núverandi Örlygshafnarvegi um Hvallátra á 1,75 km löngum kafla og færa veginn út fyrir frístundahúsabyggðina sem þar er vegna mikils ónæðis umferðar um svæðið.

Fyrirhugað er að leggja nýjan veg ofan við frístundabyggðina á Hvallátrum, og beina með því umferðinni upp fyrir byggðina.

Upphaflega var stefnt að útboði haustið 2020 og að framkvæmdir hæfust snemma vors 2021.

Heimild: BB.is