Home Fréttir Í fréttum Tjónið í Grindavík hefur aukist til muna

Tjónið í Grindavík hefur aukist til muna

101
0
Ein af þeim sprungum sem gliðnað hafa í Grindavík. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Tjón á fast­eign­um í aust­ur­hluta Grinda­vík­ur hef­ur auk­ist til muna.

<>

Þetta seg­ir Hjálm­ar Hall­gríms­son, formaður bæj­ar­ráðs Grinda­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Nýr sigdal­ur myndaðist sam­hliða eld­gos­inu sem hófst þann 14. janú­ar og hef­ur mis­gengið valdið frek­ara tjóni en áður hafði orðið.

Svignuðu og skemmd­ust meira
Hjálm­ar seg­ir að iðnaðar­hverfi í aust­ur­hluta bæj­ar­ins sé illa farið vegna sig­dals­ins. Einnig sést á íbúðar­hús­næði fólks í þess­um hluta bæj­ar­ins.

„Hús svignuðu og skemmd­ust meira,“ seg­ir Hjálm­ar.

Frá Grinda­vík. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hús­in miklu verr far­in
Þann 10. nóv­em­ber myndaðist fyrsti og stærsti sigdal­ur­inn í Grinda­vík sem olli tölu­verðu tjóni í bæn­um og þá ekki síst í aust­ur­hlut­an­um.

Hjálm­ar seg­ir að tjónið hafi auk­ist til mik­illa muna í kjöl­far nýja sig­dals­ins.

„Það varð bara tals­vert verra og það er bara mjög mikið tjón þar. Hús­in eru ekk­ert al­veg í rúst en það hef­ur sigið und­an þeim, þau eru öll skökk og skæld. Mal­bik flagn­ar upp og það eru ein­hverj­ar sprung­ur und­ir hús­un­um og svona,“ seg­ir Hjálm­ar og bæt­ir við:

„Það jókst það mikið tjónið að hús­in eru miklu verr far­in held­ur en þau voru eft­ir fyrsta viðburðinn.“

Hús eru sum miklu verr far­in vegna nýja sig­dals­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fór í líflínu á heim­ilið sitt
Eins og mbl.is greindi frá í gær þá þurfti Grind­vík­ing­ur­inn Rakel Lilja Hall­dórs­dótt­ir að fara í líflínu inn á heim­ili sitt í gær til að fara í verðmæta­björg­un.

Heim­ili Rakel­ar við Aust­ur­veg í Grinda­vík ligg­ur á stóru sprung­unni sem opnaðist í bæn­um þann 10. nóv­em­ber.

Í síðasta eld­gosi gliðnaði sprung­an enn meira og þegar Rakel heim­sótti bæ­inn í dag til að sækja fögg­ur sín­ar sá hún að tjónið væri gríðarlegt.

Heimild: Mbl.is