Home Fréttir Í fréttum 20.02.2024 Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur–Tranavogur, göngu- og hjólabrú. Eftirlit og ráðgjöf

20.02.2024 Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur–Tranavogur, göngu- og hjólabrú. Eftirlit og ráðgjöf

95
0
Ljós­mynd/​​Reykja­vík­ur­borg.

Vegagerðin býður hér með út eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu „Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur – Tranavogur, göngu- og hjólabrú“. Verkið innifelur uppsetningu og allan frágang göngubrúar með stigahúsum og fólkslyftum yfir Sæbraut á milli Snekkjuvogs og Dugguvogs.

<>

Val bjóðenda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðendum að leggja fram tilboð
sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðenda og verðtilboð.

Verklok eru áætluð um haustið/veturinn 2024.

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 30. janúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20 febrúar 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Föstudaginn 23. febrúar 2024 verður bjóðendum tilkynnt niðurstaða verðtilboðs hæfra bjóðenda.