Home Fréttir Í fréttum Umbætur á pari við heila nýja virkjun

Umbætur á pari við heila nýja virkjun

141
0
Tvær stór­ar virkj­an­ir, Fljóts­dals­stöð og Blöndu­virkj­un eru ekki keyrðar á full­um af­köst­um vegna veik­leika í flutn­ings­kerfi raf­orku um landið þvert og endi­langt. mbl.is/​RAX

Veik­ar teng­ing­ar milli Norður­lands og suðvest­ur­horns lands­ins ollu því að þjóðarbúið varð af fimm millj­örðum króna fyr­ir tveim­ur árum.

<>

Margt bend­ir til þess að áþekk staða sé að koma upp nú og nem­ur þá upp­safnað tap vegna þessa veik­leika 10 millj­örðum króna.

Þetta seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, í viðtali í Dag­mál­um á mbl.is í gær.

„Ef við hefðum haft þessa teng­ingu sterk­ari hefðum við getað komið í veg fyr­ir þetta ástand. Þá hefðum við getað hagrætt í rekstr­in­um og flutt yfir lengri tíma, það vissu all­ir í hvað stefndi, vatns­árið var slæmt.

Flutt orku, fram­leitt meiri orku fyr­ir norðan og aust­an og sparað meira virkj­an­ir fyr­ir sunn­an. Fyllt þá bet­ur í lón­in og verið bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við ástandið,“ seg­ir Guðmund­ur.

Virkj­an­ir ekki keyrðar á full­um af­köst­um
Bend­ir hann á að hvorki Blöndu­virkj­un né Fljóts­dals­stöð séu keyrðar á full­um af­köst­um vegna þess hversu veikt flutn­ings­kerfið er. Það sé baga­legt, nú þegar orku­skort­ur er orðinn viðvar­andi á landi.

Landsnet var raun­ar langt á und­an öðrum í að benda á að þessi skort­ur yrði að veru­leika. Guðmund­ur seg­ir að fyr­ir­tækið hafi lengi talað fyr­ir dauf­um eyr­um en það hafi breyst mjög hratt á síðustu vik­um og mánuðum.

Með styrk­ingu flutn­ings­kerf­is­ins myndi það efla orku­fram­leiðslu í land­inu svo um mun­ar. Seg­ir Guðmund­ur að af­laukn­ing­in myndi jafn­gilda því að nýrri virkj­un, á stærð við þá sem rek­in er í Svartsengi, væri bætt inn á kerfið.

Heimild: Mbl.is