Home Fréttir Í fréttum Enn vantar tæplega 200 fjölskyldur varanlegt húsnæði

Enn vantar tæplega 200 fjölskyldur varanlegt húsnæði

41
0
Grindavík úr lofti skömmu eftir að bærinn var rýmdur í nóvember. Mynd: Landhelgisgæslan

Enn vantar fjölmarga Grindvíkinga varanlegt húsnæði. Nokkuð er um að fólk sem leigði í bænum, áður en hann var rýmdur, geti ekki losað leigutryggingu vegna húsnæðis sem það bjó áður í.

<>

Þótt dvöl í Grindavík sé ekki bönnuð eru fæstir sem snúið hafa aftur heim til sín eftir jarðhræringarnar í nóvember. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir er fagstjóri hjá Almannavörnum: „Staðan er þannig að bæði Grindvíkingar, stjórnsýsla Grindavíkur og við hjá þjónustumiðstöðinni höfum alveg áhyggjur af því að það eru ekki nógu margir sem eru komnir í varanlegt skjól.“

Ingibjörg segir þetta vera hátt í 200 fjölskyldur. Annað vandamál sé einnig að fólk sem leigði í Grindavík, og var búið að leggja fram tryggingu vegna húsnæðisins þar, geti ekki losað hana:

„Það er bara mjög strembið að vera með bundið fé í leigutryggingu í húsnæði fyrir í Grindavík og þurfa síðan líka að fjármagna leigutryggingu fyrir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Hvað verður um þetta fólk ef það fær ekki íbúðir? Það er bara mjög góð spurning.“

Heimild: Ruv.is