Home Fréttir Í fréttum Byggingarkostnaður áætlaður 1,4 milljarðar króna

Byggingarkostnaður áætlaður 1,4 milljarðar króna

160
0
Í fyrirhugaðri nýrri móttökumiðstöð getur fólk skilað af sér flokkuðum úrgangi á yfirbyggðu svæði. Ljósmynd/Aðsend

Áætlaður kostnaður við bygg­ingu end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu á Lambhaga­vegi er 1,4 millj­arðar króna, að því er seg­ir í rekstr­aráætl­un Sorpu fyr­ir árin 2024 til 2028. Fram­kvæmd­irn­ar verða fjár­magnaðar af eig­end­um Sorpu og ber Reykja­vík­ur­borg 57% af kostnaðinum.

<>

End­ur­vinnslu­stöðin verður opnuð á næsta ári og kem­ur í stað stöðvar­inn­ar á Sæv­ar­höfða.

Fram­lengja urðun í Álfs­nesi
Fram kem­ur að urðun í Álfs­nesi verði hætt árið 2024 en eig­end­ur Sorpu höfðu gert sam­komu­lag um að hætta urðun á svæðinu árið 2023. Ástæða fram­leng­ing­ar­inn­ar er sögð vera erfiðleik­ar við að finna nýj­an stað til að urða.

Þá verði 20 millj­ón­um króna varið í að bæta loftræsti­kerfi gas- og jarðgerðar­stöðvar Sorpu vegna galla á stöðinni. Eiga end­ur­bæt­urn­ar að lág­marka loft­meng­un í vinnsl­unni.

Sorp­brennslu­stöð á 35 millj­arða
Greint er frá því í rekstr­aráætl­un­inni að stefnt er á bygg­ingu sorp­brennslu­stöðvar á næstu árum. Jafn­framt kem­ur fram að kostnaður­inn af slíkri fjár­fest­ingu geti numið 25-35 millj­örðum króna og að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir verk­efnið sé þegar haf­inn.

Bú­ist er við því að rekstr­ar­tekj­ur árið 2024 nemi 6,9 millj­örðum króna og fari hækk­andi og nemi svo 7,6 millj­örðum árið 2028. Bú­ist er við að hagnaður á tíma­bil­inu nemi á bil­inu 427 millj­ón­um til 557 millj­ón­um króna. Sorpa reikn­ar með að launa­kostnaður fyr­ir næsta ár hækki um 15% en kjara­samn­ing­ar losna í upp­hafi árs­ins.

Heimild: Mbl.is