Home Fréttir Í fréttum Göng í gegnum Reynisfjall ekki besta leiðin um Mýrdal

Göng í gegnum Reynisfjall ekki besta leiðin um Mýrdal

73
0
Vegagerðin telur hagkvæmt að nýi vegurinn liggi á þeirri leið sem appelsínugula línan sýnir. Vegagerðin – VSÓ Ráðgjöf

Vegagerðin telur göng í gegnum Reynisfjall ekki vera fýsilegan kost við færslu hringvegarins um Mýrdal. Fremur er lagt til að vegurinn liggi norðan fjallsins og norðan Víkur.

<>

Vegagerðin telur ekki ráðlegt að grafin verði gögn í gegnum Reynisfjall, við færslu hringvegarins í Mýrdal. Lagt er til að leiðin liggi áfram norðan við fjallið, þó með nokkrum breytingum.

Í lok árs 2020 kynnti Vegagerðin áformum að vegurinn um Mýrdal skyldi færður, þar sem þörf væri á endurbótum til að tryggja öryggi. En umferð í kring um Mýrdal og nærri Vík hefur allt að fimmfaldast á síðustu tíu árum.

Lagt var til að vegurinn yrði á bökkum Dyrhólaóss og að grafin yrðu göng sunnarlega í gegnum Reynisfjall. Aðdragandinn að þessu hefur þó verið langur, göngin hafa verið til umræðu í áratugi. Náttúruverndarsamtök líkt og Landvernd hafa gagnrýnt þessi áform harðlega.

Á myndinni má sjá þá möguleika sem Vegagerðin hafði til skoðunar í skýrslunni. Rauða línan sýnir hvar aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012 – 2028 staðsetur veginn.

Í nýrri umhverfismatskýrslu Vegagerðarinnar, vegna þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2024 til 2038, eru nú aðrar leiðir taldar fýsilegri en göngin í gegnum Reynisfjall.

Vegagerðin leggur til að hringvegurinn um Mýrdal fari sömu leið og nú, eða fari aðeins sunnar og fari beinni leið um Gatnabrún, þar sem nú er varasöm beygja. Við Vík er lagt til að vegurinn liggi norðan við bæinn.

Þetta er talið hagkvæmara en göngin auk þess sem rask á umhverfinu minnki.

Myndin sýnir valkost 4b, sem er annar þeirra sem Vegagerðin telur ákjósanlegastur.

Hér má nálgast skýrslu Vegagerðarinnar.

Heimild: Ruv.is