Home Fréttir Í fréttum Vilyrði fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu

Vilyrði fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu

76
0
Ljósmynd/Hafnarfjörður

Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar samþykkti á fundi sín­um þann 22. nóv­em­ber að veita Sól­túni heil­brigðisþjón­ustu ehf. vil­yrði til eins árs fyr­ir lóð nr. 43 við Hring­ham­ar í Hamra­nesi.

<>

Auk þess hafa bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði átt í viðræðum við heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins um nýja heilsu­gæslu í bæj­ar­fé­lag­inu.

Hafn­ar­fjarðarbær óskaði í sum­ar eft­ir til­boðum frá áhuga­söm­um bygg­ing­ar- og rekstr­araðilum í lóðina með hug­mynd­um að upp­bygg­ingu, þjón­ustu- og rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi.

Sam­hliða hafa bæj­ar­yf­ir­völd átt í viðræðum við heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins um nýja og glæsi­lega heilsu­gæslu í bæj­ar­fé­lag­inu til að svara einnig enn bet­ur þörf stækk­andi hóps íbúa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

Gera ráð fyr­ir allt að 80 hjúkr­un­ar­rým­um

Um er að ræða lóð sem er 6.726 fer­metr­ar að stærð og sam­kvæmt deilu­skipu­lagi ætluð fyr­ir hjúkr­un­ar­heim­ili, heilsu­gæslu og tengda þjón­ustu, en heim­ilt er að reisa allt að fimm hæða bygg­ingu á lóðinni.

Bygg­ing­ar­reit­ur lóðar­inn­ar er rúm­ur og inn­an hans skal koma fyr­ir bíla­stæðum, úti­vist­ar­svæði, aðkomu neyðarbíla og bygg­ing­um. Gert er ráð fyr­ir allt að 80 hefðbundn­um hjúkr­un­ar­rým­um, þar sem heim­il­is­fólk hef­ur sérrými til af­nota ásamt sam­eig­in­leg­um svæðum og skjól­sæl­um úti­svæðum.

Lóðar­hafi mun sjálf­ur gera samn­ing um rekst­ur og bygg­ingu þjón­ust­unn­ar gagn­vart viðeig­andi rík­is­stofn­un.

„Líf­ald­ur Íslend­inga fer hratt hækk­andi sem þýðir að það er áríðandi að mæta og sinna þörf­um stækk­andi hóps aldraðra með viðeig­andi þjón­ustu.

Á sama tíma og það er mik­il­vægt að bjóða upp á fjöl­breytt úrræði sem draga úr eft­ir­spurn eft­ir dýr­ari þjón­ustu­úr­ræðum, þá er einnig vax­andi þörf fyr­ir fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma fyr­ir aldraða sem þarfn­ast sól­ar­hrings­heil­brigðisþjón­ustu.

Við erum að svara því kalli með því að bjóða okk­ur fram í bygg­ingu nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is í Hamra­nesi,“ er haft eft­ir Höllu Thorodd­sen, for­stjóra Sól­túns heil­brigðisþjón­ustu, í til­kynn­ing­unni.

Vilji fyr­ir því að ný stór heilsu­gæsla rísi í Hafnar­f­irði hið fyrsta

Að und­an­förnu hafa bæj­ar­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði átt í viðræðum við heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins um upp­bygg­ingu á nýrri heilsu­gæslu í Hafnar­f­irði sem myndi þjóna allt að 20.000 manns.

Miðsvæði Valla er talið hent­ug­asta staðsetn­ing­in en full­byggð hverfi Valla, Skarðshlíðar, Hamra­ness og Áslands, munu telja um 13.000 íbúa.

Heilsu­gæsla á svæðinu myndi auk þess þjóna íbú­um úr öðrum hverf­um bæj­ar­ins og kalla þess­ar töl­ur á rekst­ur nokkuð stórr­ar stöðvar á svæðinu.

„Gríðarleg þörf er á að auka og efla þjón­ustu við ört stækk­andi hóp íbúa og eldra fólks í sam­fé­lag­inu og í takti við framtíðar­sýn og nýja aðgerðaráætl­un rík­is­ins sem ber yf­ir­skrift­ina ,,Gott að eld­ast“. Við höf­um átt gott sam­tal við heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins að und­an­förnu og skýr vilji beggja aðila  til að byggja upp nýja og glæsi­lega heilsu­gæslu í Hafnar­f­irði,“ er haft eft­ir Rósu Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar, í til­kynn­ing­unni.

Von­ir standa til að ákvörðun um upp­bygg­ingu á nýrri heilsu­gæslu verði tek­in á allra næstu mánuðum enda um að ræða mik­il­væga viðbót við þá heilsu­gæsluþjón­ustu sem þegar er í boði í bæj­ar­fé­lag­inu.