Home Fréttir Í fréttum Tengi velti tæplega 3 milljörðum

Tengi velti tæplega 3 milljörðum

181
0

Stjórn félagsins lagði til að greiddar yrðu 100 milljónir króna í arð á árinu 2023.

<>

Tengi ehf., sem selur hreinlætis- og blöndunartæki, velti tæpum 3 milljörðum króna á síðasta ári, samanborið við 2,8 milljarða árið 2021.

Hagnaður Tengis nam 269 milljónum króna, sem er aukning frá fyrra ári þegar hann nam 217 milljónum. Tengi ehf. var skipt upp í tvo félög í byrjun árs 2022 eða Tengi ehf. og Tengi Fasteignir ehf. Hafði þetta áhrif á efnahagsreikning Tengis ehf., þar sem eignir, eigið fé og skuldir lækkuðu.

Mynd: Vb.is

Stjórn félagsins lagði til að greiddar yrðu 100 milljónir króna í arð á árinu 2023. Alls voru fjórir hluthafa í félaginu í lok árs 2022. Anna Ásgeirsdóttir á 52% í félaginu, Þórir Sigurgeirsson á 30%, Guðrún Freyja Sigurjónsdóttir á 10% og Drífa Sigurjónsdóttir 8%.

Heimild: Vb.is