Home Fréttir Í fréttum Engin varahitaveita

Engin varahitaveita

135
0
Orkuver HS orku í Svartsengi og Bláa lónið. Mælingar benda til kvikusöfnunar þar nærri. mbl.is/Hákon

„Ef við miss­um raf­magn er það ekki stór skaði því við höf­um Reykja­nes­virkj­un og Suður­nesjalínu 1, en ef hita­veit­an fer þá er nátt­úr­lega dá­lítið mikið mál að koma upp ann­arri hita­veitu og það er ekk­ert sveit­ar­fé­lag með vara­hita­veitu. Þá þyrft­um við að bregðast við eft­ir því hversu al­var­legt það er og það gæti tekið tíma.“

<>

Þetta seg­ir Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS orku, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag um áhrif á sam­fé­lagið á Suður­nesj­um ef orku­verið í Svartsengi myndi hætta að fram­leiða raf­magn og heitt vatn.

Mæl­ing­ar Veður­stof­unn­ar benda til að kvika sé að safn­ast fyr­ir á 4 kíló­metra dýpi og hafa GPS-mæl­ing­ar sýnt landris á svæðinu norðvest­an við Þor­björn.

Jarðvís­inda­menn segja eld­gos á Reykja­nesskaga ná­lægt innviðum vera tímaspurs­mál.

Heimild: Mbl.is