Home Fréttir Í fréttum 27.11.2023 Hjúkrunarheimili á Húsavík

27.11.2023 Hjúkrunarheimili á Húsavík

190
0
Tölvumynd af nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. mynd/Arkís

Ríkiskaup og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Þingeyjarsveit, Tjörneshrepps óska eftir tilboðum í verkið: Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík.

<>

Verkframkvæmdin er að byggja 60 íbúa hjúkrunarheimili á 3.hæðum staðsett á Húsavík. Um er að ræða heildarframkvæmd, fullklárað hús og lóðarfrágang.

Helstu stæðir:

Bygging er kjallari og tengigangur, 3 hæðir auk þakhæðar sem rúmar tæknirými.

Heiti hæðar: Brúttó m2 (D8) Brúttó m3 (D11)
Kjallari/tengigangur: 267,4 1152,6
1.hæð: 1317,6 1296
2.hæð: 1439,9 5134,3
3.hæð: 1426,9 5688,0
Þakrými: 166,3 2625,5
Heild: 4596,5 19587,1

 

Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.

Útboðsgögn afhent: 20.10.2023 kl. 00:00
Skilafrestur 27.11.2023 kl. 12:00
Opnun tilboða: 27.11.2023 kl. 13:00

Opnun tilboða fer fram með rafrænum hætti í TendSign og verður opnunarskýrsla send öllum bjóðendum eftir opnun.