Home Fréttir Í fréttum Fyrsta sprengingin í Húsavíkurgöngum

Fyrsta sprengingin í Húsavíkurgöngum

115
0
Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV

Í gær var sprengt í fyrsta sinn fyrir Húsavíkurgöngum sem tengja Húsavíkurhöfn við iðnaðarsvæðið á Bakka. Það voru margir mættir til að fylgjast með þessari fyrstu sprengingu sem var í stafni Húsavíkurganga. Þó var ekki sama viðhöfn og þegar um er að ræða jarðgöng í gegnum fjöll á þjóðvegum landsins, hér var til dæmis enginn ráðherra.

<>

Þetta eru vinnugöng út á iðnaðarsvæðið á Bakka. Norskir jarðgangamenn sáu um sprengingarnar í morgun. Stefnt er að því að búið verði að grafa gegnum höfðann um mitt sumar. Það fer þó eftir því hvernig gengur að eiga við jarðlögin, göngin liggja öll í gegnum setberg. Einnig er vitað af gangagerðarmenn eiga eftir að lenda í jarðhita á leiðinni sem getur haft áhrif á framgang vinnunnar.

Heimild: Rúv.is