Home Fréttir Í fréttum Lítill hljómgrunnur er fyrir Húnavallaleiðinni

Lítill hljómgrunnur er fyrir Húnavallaleiðinni

105
0
Blönduós. mbl.is/Sigurður Bogi

„Málið snýst í raun ekki um að Blönduós gæti ekki lifað af ef þjóðveg­ur­inn yrði færður með Húna­valla­leið,“ seg­ir Pét­ur Ara­son, sveit­ar­stjóri í Húna­byggð. „Þessi umræða er mjög sér­stök þegar sam­göngu­mál eru skoðuð heild­stætt og brýn byggðar- og ör­ygg­is­mál er varða sam­göng­ur á land­inu öllu eru greind.

<>

Umræður um nýj­an veg sem þenn­an kom­ast senni­lega aldrei af hug­mynda­stigi ef tekið er mið af þeim sam­göngu­bót­um sem nauðsyn­leg­ar eru um land allt. Kostnaður­inn við fram­kvæmd­ir yrði mik­ill og ávinn­ing­ur­inn óljós.“

Stytt­ir hring­veg tals­vert
Enn og aft­ur er rætt um svo­nefnda Húna­valla­leið; gerð alls 14 kíló­metra langs veg­ar frá Giljá í Þingi sunn­an við Blönduós og þar yfir hæðir og ása og brú yfir Blöndu fyr­ir miðjum Langa­dal. Þetta gæti stytt hring­veg­inn um Húna­byggð um 17 kíló­metra en jafn­framt færi Blönduós úr þeirri al­fara­leið sem nú er.

Heimild: Mbl.is