9.3.2016
Tilboð opnuð 8. mars 2016. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í endurbyggingu 5,2 km Landvegar, frá Þjófafossvegi að Landmannaleið, ásamt útlögn klæðingar.
Helstu magntölur eru:
- Efnisvinnsla 21.015 m3
- Fylling 4.690 m3
- Fláafleygar 1.885 m3
- Neðra burðarlag 9.120 m3
- Efra burðarlag 14.895 m3
- Tvöföld klæðing 36.345 m2
- Frágangur fláa 38.035 m2
Verkinu skal að lokið með tvöfaldri klæðingu eigi síðar en 1. ágúst 2016 og að fullu 15. ágúst 2016.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 148.476.000 | 118,3 | 14.289 |
Framrás ehf., Vík | 142.183.700 | 113,3 | 7.996 |
Þjótandi ehf., Hellu | 134.187.250 | 106,9 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 125.500.000 | 100,0 | -8.687 |