Home Fréttir Í fréttum Nýbygging Alþingis ekki tilbúin

Nýbygging Alþingis ekki tilbúin

144
0
Nýbygging Alþingis að Tjarnargötu 9 verður ekki tilbúin áður en þing kemur saman eins og stefnt var að. Tölvumynd/Studio Grandi

Ný­bygg­ing Alþing­is að Tjarn­ar­götu 9 verður ekki til­bú­in áður en þing kem­ur sam­an eins og stefnt var að. Nýtt lög­gjaf­arþing verður sett í næstu viku, þriðju­dag­inn 12. sept­em­ber.

<>

Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri Alþing­is seg­ir að í vor hafi orðið ljóst að ekki yrði unnt að hefja starf­semi í nýja hús­inu fyr­ir byrj­un lög­gjaf­arþings­ins. „Fram­kvæmd­ir hafa gengið ágæt­lega síðustu mánuði þótt sumt hafi gengið hæg­ar en von­ir stóðu til,“ seg­ir Ragna.

Hún seg­ir að enn séu nokkr­ar vik­ur í að húsið verði tekið í notk­un. Heppi­legt hefði verið að geta flutt starf­sem­ina í kjör­dæm­a­viku, sem stend­ur yfir 2. til 6. októ­ber. Ljóst er að það mun ekki tak­ast.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, 9. sept­em­ber.

Heimild: Mbl.is