Home Fréttir Í fréttum Verktakar hættir að byggja og fólk hætt að kaupa

Verktakar hættir að byggja og fólk hætt að kaupa

319
0
Páll Pálsson fasteignasali segir íbúðaskort í takt við það sem sást 2020 til 2022 yfirvofandi. Ljósmynd: Samsett

Fasteignasali undrast á fullyrðingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins þess efnis að bygging nýrra íbúða sé í takt við fólksfjölgun.

<>

Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali, furðar sig á yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að kraftur sé í byggingu nýrra íbúða. Ráðuneytið vísar í tölur HMS og segir að fjöldi íbúða í byggingu sé nú í sögulegu hámarki en þær eru yfir 7.000 talsins.

Hann segir hins vegar að verktakar séu ekki að byggja eða taka lán og að kaupendur hafi dregið sig í hlé.

„Það má vel vera að stór hluti af þessum byggingum í framkvæmd sé á fyrri byggingarstigum en þær framkvæmdir hafa stöðvast vegna þess að vextir eru of háir. Verktakar eru ekki að taka lán og fólk er ekki að kaupa fasteignir vegna þess að vextirnir eru svo háir,“ segir Páll.

Ráðuneytið segir að fjöldi íbúða á fyrsta byggingarstigi hafi aukist um 36% milli ára samkvæmt nýjustu talningu HMS og að engin skýr merki séu komin fram um að íbúðum í byggingu hafi fækkað. Ráðuneytið segir einnig að uppbygging hafi verið í takt við fólksfjölgun og á þann mælikvarða virðist ekki vera skortur á íbúðum í samanburði við undanfarinn áratug.

Að sögn Páls er hins vegar yfirvofandi skortur í samræmi við það sem sást árin 2020 til 2022.

„Árin 2018 til 2019 var enginn að byggja og það sama virðist vera að gerast núna. Það er samhljómur í öllum um að framkvæmdir hafi stöðvast. Það má alveg finna einhverjar lóðir þar sem búið er að byggja grunn en verktakar eru búnir að stöðva framkvæmdir vegna þess að það eru engir kaupendur.“

Heimild: Vb.is