Home Fréttir Í fréttum Áratugi að eignast hús á Kársnesi

Áratugi að eignast hús á Kársnesi

202
0
HSSK var áratugi að eignast húsnæði á Kársnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Hjálp­ar­sveit skáta í Kópa­vogi (HSSK) hef­ur síðustu ára­tugi smátt og smátt eign­ast nú­ver­andi hús­næði á Bakka­braut 4 og Bryggju­vör 2 á Kárs­nesi. Hjálp­ar­sveit­in seldi ný­verið Kópa­vogs­bæ eign­irn­ar á 790 millj­ón­ir króna. Sam­hliða söl­unni keypti hún lóðina Tóna­hvarf 8 af Kópa­vogs­bæ á 100 millj­ón­ir króna og er upp­bygg­ing nýrra höfuðstöðva á þeirri lóð haf­in.

<>

Gunn­laug­ur Ein­ar Briem, stjórn­ar­maður og gjald­keri HSSK, seg­ir hjálp­ar­sveit­ina hafa átt Bryggju­vör 2 í ára­tugi. Sú bygg­ing er fyr­ir ofan Bakka­braut 4 en síðar­nefnda bygg­ing­in er gegnt smá­báta­höfn­inni.

Upp úr alda­mót­um hafi sveit­in síðan eign­ast 130 fer­metra iðnaðarbil, enda­bil, á Bakka­braut 4 en það er kallað „báta­skýli“ í kaup­samn­ingi.

„Síðan kem­ur hrunið og Drómi eign­ast rest­ina [af Bakka­braut 4] sem við átt­um ekki. Árin á und­an höfðu komið til okk­ar menn með full­ar tösk­ur af pen­ing­um en við höfðum eng­an áhuga á að selja, okk­ur leið vel þar sem við vor­um. Svo eft­ir hrun vild­um við snúa dæm­inu við og kaupa rest­ina af Bakka­braut­inni því okk­ur vantaði orðið meira pláss. Við keypt­um því rest­ina af hús­inu af Dróma.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is