Home Fréttir Í fréttum Húnavallahúsin til sölu

Húnavallahúsin til sölu

115
0
Skólahús á Húnavöllum munu væntanlega fá nýtt hutverk. mbl.is/Sigurður Bogi

„Húna­vell­ir eru vel í sveit sett­ir og mögu­leik­ar þar mikl­ir, því ferðaþjón­usta á þessu svæði er í mikl­um vexti,“ seg­ir Pét­ur Ara­son, sveit­ar­stjóri Húna­byggðar. Sveit­ar­fé­lagið hef­ur nú kynnt til sölu skóla­hús­in að Húna­völl­um, með ýms­um bygg­ing­um sem þeim til­heyra. Skóla­húsið sjálft er 2.847 fer­metr­ar og hót­el­rými í gam­alli heima­vist um 1.100 fer­metr­ar. Þá eru á staðnum íbúðar­hús, leik­skóla­bygg­ing, íþrótta­hús, sund­laug, leik­svæði og stórt tjaldsvæði.

<>

Stærst­ur hluti bygg­inga að Húna­völl­um var reist­ur um 1970 þegar sveit­ar­fé­lög í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu sam­einuðust um bygg­ingu heima­vist­ar­skóla. Þangað sóttu börn úr sveit­un­um, sem voru mun fjöl­menn­ari þá en nú. Aðstæður hafa því breyst mikið og skólastarf sömu­leiðis.

Blönduós­bær og Húna­vatns­hrepp­ur voru sam­einaðir á sl. ári í nýtt sveit­ar­fé­lag, Húna­byggð. Því fylgdi að skóla­haldi á Húna­völl­um var hætt. Sveita­börn­um er nú ekið í Húna­skóla á Blönduósi. Sveit­ar­fé­lagið hef­ur því eng­an rekst­ur á Húna­völl­um fyr­ir utan leik­skóla sem verður flutt­ur á Blönduós.

„Nú ligg­ur fyr­ir að við ætl­um að selja bygg­ing­arn­ar á Húna­völl­um og við höf­um að und­an­förnu rætt við fjár­festa sem sýna mál­inu áhuga. Einnig höf­um við fengið til liðs við okk­ur ráðgjafa sem und­ir­búa söl­una; ferli sem við gef­um tím­ann fram í sept­em­ber. Von­andi má svo loka mál­inu með samn­ing­um við nýja eig­end­ur í lok árs,“ seg­ir Pét­ur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is