Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Verksamningur undirritaður vegna Boðaþings hjúkrunarheimili stofnframkvæmd

Verksamningur undirritaður vegna Boðaþings hjúkrunarheimili stofnframkvæmd

320
0

Úr fundargerð bæjarráðs Kópavogs þann 20.07.2023

<>

Boðaþing hjúkrunarheimili stofnframkvæmd

Verksamningur milli Íslenska ríkisins, Kópavogsbæjar og Ístaks ehf. tekinn fyrir á fundinum.

Samningsfjárhæðin er kr. 2.650.000.000 með virðisaukaskatti samkvæmt ákvæðum útboðsgagna. Hlutur Kópavogsbæjar er 15% af samningsfjárhæð sbr. 5 mgr. 9 gr. laga um málefni aldraðra.

Byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni liggur fyrir og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.

Verkið felst í hönnun og byggingu á hjúkrunarheimili á þremur hæðum með 64 nýjum hjúkrunarrýmum, nauðsynlegum stoðrýmum, sameiginlegum miðlægum rýmum og tæknirýmum samtals 4.330 m².

Verkefnið er alverktaka og nær til fullnaðarhönnunar og byggingu hjúkrunarheimilis með föstum innréttingum skv. alútboðsgögnum og innsendri tillögu alverktaka nr. 3141593.

Þá skal alverktaki byggja húsið og ganga frá því með föstum innréttingum og frágenginni lóð þannig að allar kröfur yfirvalda og öll ákvæði alútboðsgagna séu uppfyllt.

Gert er ráð fyrir að alverktaki skili verkinu af sér fullbúnu 15.05.2025.

Bæjarráð felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að undirrita samninginn f.h. Kópavogsbæjar.