Home Fréttir Í fréttum Ný akbraut tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli

Ný akbraut tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli

50
0
Fyrsta flugvélin sem ók eftir Mike var Icelandair-vélin Fagradalsfjall, en vélin var á leið til Oslóar. Ljósmynd/Isavia

Ný ak­braut á Kefla­vík­ur­flug­velli var form­lega tek­in í notk­un í dag. Ak­braut­in teng­ir sam­an flug­hlað flug­stöðvar­inn­ar og flug­braut. En hvað á braut­in að heita? Mike, sam­kvæmt til­kynn­ingu Isa­via.

<>

Fyrsta flug­vél­in sem ók eft­ir Mike var Icelanda­ir-vél­in Fagra­dals­fjall, en vél­in var á leið til Osló­ar.

Fyrsta viðbót Isa­via
Ak­braut­in er fyrsta viðbót Isa­via við flug­braut­ar­kerfið, en all­ar aðrar viðbæt­ur voru lagðar af NATO eða Banda­ríkja­her. Mike er eng­in smá­smíði og er 1200 metr­ar á lengd og 35 metr­ar á breidd. Til sam­an­b­urðar myndi mal­bikið duga til að mal­bika 35 fót­bolta­velli. Kostnaður við ak­braut­ina eru tæp­ir 4 millj­arðar króna.

Mike er eng­in smá­smíði og er 1200 metr­ar á lengd og 35 metr­ar á breidd.

Ak­braut­in mun minnka biðtíma flug­véla að kom­ast af ak­braut eða kom­ast í loftið á há­anna­tíma og þar af leiðandi minnka kol­efn­is­spor flug­véla á jörðu, sem er eitt af mark­miðum flug­vall­ar­ins.

Heimild: Mbl.is