Í dag 11. júlí eru 25 ár síðan Hvalfjarðargöngin voru opnuð en göngin voru grafin á árunum 1996-1998 og var Ístak alverktaki af verkinu.
Göngin eru 5770 m að lengd og þar af liggja 3750 m undir sjó.
Dýpst fara göngin 165 m undir sjávarmál og eru grafin djúpt í berggrunninn undir sjávarbotninum.
Hvalfjarðargöngin voru verkfræðilegt stórvirki þegar þau voru gerð á sínum tíma. Með tilkomu ganganna jókst umferðaröryggi og hringvegurinn styttist sem samsvarar tæplega klukkutíma akstri.
Það væri fróðlegt að vita hvað hafa margir bílar keyrt um göngin þessi 25 ár.
Heimild: Facebooksíða Ístaks hf.