Home Fréttir Í fréttum EFLA í 370 milljóna króna ­verk­efni í Sví­þjóð

EFLA í 370 milljóna króna ­verk­efni í Sví­þjóð

124
0
Guðmundur M. Hannesson sem leiðir teymi EFLU í erlendum háspennulínuverkefnum, Ástmar Karl Steinarson, verkefnisstjóri nýja verkefnisins og Steinþór Gíslason, framkvæmdastjóri EFLU AB, dótturfélags EFLU í Svíþjóð. Ljósmynd: Aðsend mynd

Fimm fyrir­tæki tóku þátt í út­boðinu en um er að ræða hönnun nýrrar 400 kV H sem er um 90 km löng og tengir saman borgirnar Halls­bergs og Timmers­dala.

<>

Verk­fræði­stofan EFLA landaði ný­verið stóru orku­flutnings­verk­efni í Sví­þjóð en um­svif fyrir­tækisins þar í landi hafa aukist gríðar­lega síðustu ár.

Um er að ræða hönnun nýrrar 400 kV há­spennu­línu sem er um 90 km löng og tengir saman borgirnar Halls­bergs og Timmers­dala sem liggja mitt á milli Gauta­borgar og Stokk­hólms. Verk­efnið mun vera það stærsta sem EFLA hefur landað í Sví­þjóð til þessa.

„EFLA var eina fyrir­tækið sem hlaut hæstu gæða­ein­kunn í þessu út­boði og leiddi það til þess að við fengum verk­efnið. Þessi mikli árangur næst vegna ára­tuga reynslu EFLU á þessu sviði og vegna mikillar á­nægju með störf okkar á þessu markaði á síðustu árum.

Þetta er því mikil viður­kenning fyrir starfs­fólk EFLU og gæði ráð­gjafar fyrir­tækisins,“ segir Stein­þór Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri EFLU AB, dóttur­fé­lags EFLU í Sví­þjóð í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Fimm fyrirtæki í útboðinu
Verk­efnið var boðið út af Svenska kraftnät sem á og rekur orku­flutnings­kerfi Sví­þjóðar. Fimm fyrir­tæki tóku þátt í út­boðinu en EFLA

EFLA er eitt af sjö fyrir­tækjum sem er með ramma­samning um hönnun há­spennu­lína fyrir Svenska kraftnät. Stærð samnings EFLU er um 370 milljónir króna og gildir til loka árs 2029.

„Svíar standa í mikilli upp­byggingu á orku­flutnings­kerfum landsins þessi árin og næstu ára­tugina. Sú þörf kemur til vegna margra ó­líkra þátta. Há­spennu­línur eru víða komnar til ára sinna en það er einnig mikil þörf á upp­byggingu vegna aukinnar orku­þarfar og orku­skipta á­samt til­komu nýrra orku­gjafa eins og vindorku,“ segir í til­kynningu frá EFLU.

„EFLA vinnur verk­efni á þessu sviði í mörgum löndum og staðan er sú sama á öllum þeim mörkuðum. Fram­undan er gríðar­leg upp­bygging og stór verk­efni og EFLA ætlar að leggja sitt af mörkum til að stuðla að hönnun og upp­byggingu inn­viða með hag­kvæmum og um­hverfis­vænum hætti og í sem mestri sátt við nær­um­hverfið,“ segir Stein­þór.

Heimild: Vb.is