Landsnet óskar eftir tilboðum í breytingar á 66 kV rými tengivirkisins á Þeistareykjum til að undirbúa stækkun á 66 kV hluta virkisins.
Verkið felst í að skipta rýminu upp í tvo hluta með því að reisa brunaheldan vegg í því miðju sem skiptir því upp í annars vegar spennishólf og hins vegar rofasal. Einnig þarf að leggja rör inn í rofasalinn sem 66 kV jarðstrengir verða dregnir í.
Útboðsgögn afhent: | 02.06.2023 kl. 12:00 |
Skilafrestur | 23.06.2023 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 23.06.2023 kl. 14:00 |
Nánari lýsingu á verkinu má finna í útboðsgögnum á útboðsvef Landsnets.