Home Fréttir Í fréttum Aðflugsljósin fari í umhverfismat

Aðflugsljósin fari í umhverfismat

41
0
Aðflugsljós eru að norður-suðurbraut vallarins. Þau eru staðsett nálægt Hringbrautinni. mbl.is/sisi

Það er niðurstaða skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur að fram­kvæmd við fyr­ir­huguð aðflugs­ljós að Reykja­vík­ur­flug­velli, vest­an Suður­götu, þurfi að fara í um­hverf­is­mat.

<>

Fyr­ir ára­tug, eða 19. apríl 2013, und­ir­rituðu Ögmund­ur Jónas­son, þáver­andi inn­an­rík­is­ráðherra, og Jón Gn­arr, þáver­andi borg­ar­stjóri, sam­komu­lag um end­ur­bæt­ur á Reykja­vík­ur­flug­velli. Í því fólst m.a. að heim­ila upp­setn­ingu aðflugs­ljósa við enda 13. flug­braut­ar (aust­ur-vest­ur-braut­in). Með til­komu ljós­anna myndi ör­yggi flug­véla sem koma inn til lend­ing­ar úr vestri yfir Skerjaf­irði stór­aukast.

Áhrif á nátt­úru van­met­in

Á embættisaf­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa 30. mars 2023 var lagt fram er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar, þar sem óskað er eft­ir um­sögn um til­kynn­ingu Isa­via inn­an­lands­flug­valla ehf. um aðflugs­ljós við Suður­götu. Er­ind­inu var vísað til um­sagn­ar verk­efna­stjóra.

Fram kem­ur í um­sögn verk­efna­stjór­ans að í gildi er deili­skipu­lag Star­hagi-aðflugs­ljós fyr­ir Reykja­vík­ur­flug­völl, staðfest í B-deild Stjórn­artíðinda þann 27. janú­ar 2017. Verk­efna­stjór­inn tek­ur und­ir álit sér­fræðinga deild­ar nátt­úru og garða hjá Reykja­vík­ur­borg, sem segja að þrátt fyr­ir ágæt­lega ígrundaða til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu hafi áhrif á nátt­úru og vist­kerfi skipu­lags­svæðis­ins verið van­met­in. Fjöldi og dreif­ing bygg­ing­ar­reita leiði óneit­an­lega til þess að rask á svæðinu verði all­veru­legt og að miklu leyti inn­an við eða í jaðri hverf­is­verndaðs svæðis.

Einnig taki til­lag­an ekki til­lit til mögu­legra nei­kvæðra áhrifa ljós­meng­un­ar á líf­ríki. Þá séu áhrif­in á lands­lag og upp­lif­un mjög nei­kvæð og dregið í efa að hægt verði að fella mann­virk­in að um­hverf­inu, þar sem tæki­færi til að dylja þau séu mjög tak­mörkuð á þessu svæði. Ásýnd svæðis­ins í nánd og all­mik­illi fjar­lægð, sér­stak­lega frá öðrum hlut­um strand­lengj­unn­ar, muni því breyt­ast mikið til hins verra.

Skipu­lags­full­trúi vill koma á fram­færi at­huga­semd­um við efn­is­lega fram­setn­ingu skýrsl­unn­ar en þar koma fram hæpn­ar full­yrðing­ar og kyn­legt orðalag, seg­ir verk­efna­stjór­inn í um­sögn­inni. Langt sé seilst í sam­an­b­urði við aðrar fram­kvæmd­ir og upp­bygg­ing­ar­verk­efni, t.a.m. mögu­lega land­fyll­ingu 2. áfanga Nýja Skerja­fjarðar en þar hef­ur end­an­leg matsáætl­un ekki verið kynnt op­in­ber­lega.

„Þá er full­yrt að jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga hafi gjör­breytt for­send­um um staðar­val flug­vall­ar­ins og þá vænt­an­lega vísað í hug­mynd­ir um nýj­an inn­an­lands­flug­völl í Hvassa­hruni sem er þá (lík­lega?) sleg­inn af borðinu.“

Gild­is­hlaðið orðfæri og á köfl­um furðulegt orðalag, óná­kvæmt og hóf­laust á við „al­gjört upp­nám“ og „al­gjöru sam­ræmi“, „lit­skrúðugur gam­all skúr sem verður seint tal­inn augnayndi“, og að „aðflugs­ljós­in verði lík­lega vin­sæl­ir setstaðir fugla í friði frá kött­um“ rýr­ir trú­verðug­leika skýrsl­unn­ar, seg­ir verk­efna­stjóri skipu­lags­full­trúa í um­sögn sinni. Með vís­an til gagna máls­ins tel­ur skipu­lags­full­trúi að fram­kvæmd­in eigi að fara í um­hverf­is­mat.

Ljós á sjö möstr­um

Sam­kvæmt verk­lýs­ingu Isa­via verður aðflugs­ljós­un­um komið fyr­ir út frá miðlínu flug­braut­ar­inn­ar vest­an Suður­götu. Um er að ræða sjö möst­ur og einn steypt­an stöp­ul. Und­ir­stöðurn­ar verða steypt­ar keil­ur sem standa hálf­an metra upp frá jörðu. Ofan á keil­un­um verður komið fyr­ir möstr­um úr stáli, 2,3-6 metr­ar að hæð og aðflugs­ljós­in verða efst á möstr­un­um. Áætlað er að kostnaður verði um 200 millj­ón­ir króna.

Aðflugs­ljós­in verða ein­ung­is notuð þegar um blind­flug er að ræða að flug­vell­in­um eða í skýjuðu veðri. Á öðrum tím­um verður slökkt á ljós­un­um.

Heimild: Mbl.is