Home Fréttir Í fréttum Áhugi á að reisa þúsundir íbúða á Ásbrú

Áhugi á að reisa þúsundir íbúða á Ásbrú

164
0
Skortur er á starfsfólki vegna uppbyggingar suður með sjó. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, seg­ir um 60 fjár­fest­ing­ar­verk­efni í und­ir­bún­ingi í sveit­ar­fé­lag­inu. Vegna um­fangs­ins muni það reyn­ast mik­il áskor­un að manna stöður og finna hús­næði.

<>

Upp­bygg­ing­in lýt­ur að mörg­um sviðum innviða. Byggja á þúsund­ir íbúða, stækka Kefla­vík­ur­flug­völl, reisa græna iðngarða og byggja upp Njarðvík­ur­höfn, svo nokkuð sé nefnt.

Kjart­an Már seg­ir verk­taka sýna því áhuga að reisa vinnu­búðir í sveit­ar­fé­lag­inu enda sé tak­markað fram­boð af hús­næði.

Gæti skilað millj­örðum

Þá sýni fjár­fest­ar því áhuga að reisa þúsund­ir íbúða á Ásbrú. Þar með talið vel á fjórða hundrað íbúðir á ein­um reit. Landið sé í eigu rík­is­ins og gæti sala á stærri reit­um skilað rík­is­sjóði millj­örðum króna.

Kjart­an Már seg­ir skort á sér­hæfðu starfs­fólki vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar. „Við þurf­um að setja meira afl í iðnmennt­un á svæðinu. Með alla þessa þenslu sem er í gangi núna er ein­sýnt að okk­ur vant­ar fleiri iðnaðar­menn og iðnmenntað fólk. bAlla­vega í bygg­ing­ariðnaði: smiði, raf­virkja, mál­ara, múr­ara, píp­ara – all­ar þess­ar grein­ar – og ég heyri það líka á fyr­ir­tækj­un­um í kring að all­ir eru að leita að menntuðu fólki,“ seg­ir hann.

Í Morg­un­blaðinu í dag má sjá hvernig end­ur­gerð Njarðvík­ur­höfn mun líta út sem og tæp­lega 30 þúsund fer­metra tengi­bygg­ing á flug­vell­in­um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is