Home Fréttir Í fréttum Rifta samningi við verktaka Kársnesskóla

Rifta samningi við verktaka Kársnesskóla

247
0
Mygla greindist í ókláraðri byggingu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Framkvæmdum átti að ljúka í þessum mánuði. mbl.is/Hákon Pálsson

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs hef­ur samþykkt að rifta megi verk­samn­ingi við verk­taka­fyr­ir­tækið Rizz­ani de Eccher um bygg­ingu nýs Kárs­nesskóla við Skóla­gerði. At­kvæði voru greidd um rift­un samn­ings­ins við ít­alska verk­tak­ann á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í gær­kvöldi.

<>

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafði myglu­svepp­ur greinst í ókláraðri bygg­ing­unni og í ljós kom m.a. að nýir glugg­ar henn­ar láku.

Að sögn Ásdís­ar Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs, var lagt til að samn­ingn­um yrði rift þar sem upp hefðu komið gall­ar á unnu verki verk­tak­ans og hann ekki sinnt full­nægj­andi úr­bót­um, þrátt fyr­ir ít­rekaðar áskor­an­ir.

Aðspurð kvaðst Ásdís ekki geta tjáð sig um smá­atriði máls­ins að svo stöddu, en að mark­mið Kópa­vogs­bæj­ar væri að bygg­ing­unni yrði komið í viðun­andi horf og yrði lokið fyrri hluta árs 2024.

Kárs­nesskóli við Skóla­gerði var rýmd­ur vegna raka­skemmda og myglu í fe­brú­ar 2017. Húsið var dæmt ónýtt í kjöl­farið og það rifið í lok árs 2018 og í árs­byrj­un 2019. Nem­end­ur gömlu bygg­ing­ar­inn­ar við Skóla­gerði voru flutt­ir í hús­næði skól­ans við Vall­ar­gerði, en aðeins tveim­ur árum síðar greind­ist einnig mygla í skóla­stofu þar.

Niður­stöður útboðs í bygg­ingu skól­ans voru kynnt­ar í fe­brú­ar árið 2021. Lægsta til­boð átti ít­alska fyr­ir­tækið, upp á 3,20 millj­arða, en kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á tæp­lega 3,7 millj­arða. Ístak átti næst­lægsta til­boð, tæp­lega 3,24 millj­arða, og eft­ir fylgdu Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar með til­boð upp á rúm­lega 3,28 millj­arða.

Bygg­ing nýs Kárs­nesskóla var ætluð fyr­ir leik­skóla og yngri deild­ir grunn­skóla, þ.e. börn á aldr­in­um eins til níu ára. Fyr­ir­hugað var að hefja þar kennslu haustið 2023. Gert var ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um lyki í þess­um mánuði.

Til­laga um rift­un var samþykkt með átta at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vina Kópa­vogs, sem studdu meiri­hlut­ann, gegn tveim­ur akvæðum Pírata og Sam­fylk­ing­ar. Ann­ar full­trúi Sam­fylk­ing­ar sat hjá.

Heimild: Mbl.is