Home Fréttir Í fréttum Færri fyrstu kaupendur fá íbúðalán

Færri fyrstu kaupendur fá íbúðalán

58
0
Fleiri fyrstu kaupendur falla á greiðslumati en áður eftir að reglur voru hertar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nú eru mun fleiri fyrstu kaup­end­ur að falla á greiðslu­mati, enda gilda orðið strang­ari regl­ur um lán hjá bönk­um og líf­eyr­is­sjóðum. Fast­eigna­verð hef­ur auðvitað hækkað mikið og það þarf því meira eig­in fé en áður. Þetta hef­ur mik­il áhrif á markaðinn enda eru keðjur í fast­eignaviðskipt­um,“ seg­ir Grét­ar Jónas­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags fast­eigna­sala, um stöðuna.

<>

Seðlabank­inn hef­ur hækkað vexti tólf sinn­um í röð frá maí 2021, úr 0,75% í 7,5%. Vext­irn­ir náðu lág­marki haustið 2020 eða hálfu ári eft­ir að far­sótt­in hófst. Grét­ar seg­ir hærri vexti og hærra fast­eigna­verð hafa mik­il áhrif á greiðslu­mat.

Sé að há­marki 40% af tekj­um

„Regl­ur sem Seðlabank­inn hef­ur sett hafa hert mjög að fyrstu kaup­end­um. Það er margt sem kem­ur til, meðal ann­ars að veðsetn­ing­ar­hlut­fall hef­ur verið lækkað gagn­vart þeim og það má nú ekki fara yfir 85% af markaðsverði fast­eign­ar. Þá má greiðslu­byrði hús­næðislána ekki fara yfir 40% af mánaðarleg­um ráðstöf­un­ar­tekj­um. Þannig að það er búið að þrengja öll skil­yrði fyr­ir fyrstu kaup­end­ur á markaði.“

Stjórn Fé­lags fast­eigna­sala fundaði í síðustu viku og ræddi þá meðal ann­ars stöðu fyrstu kaup­enda. Grét­ar seg­ir stöðu þessa hóps hafa breyst mikið á síðustu miss­er­um en vext­ir voru sögu­lega lág­ir í far­sótt­inni og mikið líf á fast­eigna­markaði.

„Vegna þessa hef­ur Fé­lag fast­eigna­sala áhyggj­ur af mörgu ungu fólki sem er fast á leigu­markaði og kemst illa út af hon­um. Fjár­mála­læsi margs ungs fólks er mjög gott. Unga fólkið er meðvitað um strang­ar lána­regl­ur og er því ekki að bjóða í fast­eign­ir ef það á ekki mögu­leika, þótt alltaf sé nokkuð um að boðið sé í fast­eign­ir með fyr­ir­vara um að stand­ast greiðslu­mat sem geng­ur svo ekki upp.

Slíkt get­ur haft áhrif á keðjur fast­eignaviðskipta en öll keðjan get­ur verið í upp­námi ef viðskipti inn­an henn­ar falla. Þetta er vanda­mál í dag en þekkt­ist vart síðastliðin ár þegar eign­ir seld­ust hratt og aðgengi að lán­um var mjög gott.“

Um­fjöll­un­ina í heild sinni er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Heimild: Mbl.is