Home Fréttir Í fréttum Melanes: 3 km fylling undirbúin í útboð

Melanes: 3 km fylling undirbúin í útboð

183
0

Verið er að undirbúa útboð á þriggja km langri fyllingu undir nýjan veg út frá Melanesi í Gufudalssveit. Sigurþór Guðmundsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni segir að tímasetning á útboðinu liggi ekki fyrir en það verði á næstunni.

<>

Hann minnir á að í Teigsskógsvegagerðinni sem nú standi yfir sé 700 metra fylling út frá Hallsteinsnesi. Því verki verður lokið á næsta ári. Gert er ráð fyrir að brýrnar verði tvær yfir Gufufjörð og Djúpafjörð milli þesssara fyllinga og verði hvor sitt útboðið.

Þau hafa ekki verið tímasett en áætlanir stjórvalda eru að vegagerðinni í Gufudalssveit verði lokið á árinu 2025.

Á Dynjandisheiði er 8 km vegarkafli niður af heiðinni norðan megin eftir. Búið er að ákveða veglínu og hefur Ísafjarðarbær lokið skipulagsbreytingum.

Unnið er að gerð útboðsgagna. Útboð hefur ekki verið auglýst. Að öðru leyti er vegagerð á heiðinni lokið eða framkvæmdir standa yfir. Sigurþór sagði að nýi vegurinn væri mikil framför frá veginum sem lagður var 1959 og sagðist hafa fulla trú á því að hann ætti eftir að reynast vel.

Heimild: BB.is