Home Fréttir Í fréttum Nýju botnfiskvinnsluhúsi VSV frestað

Nýju botnfiskvinnsluhúsi VSV frestað

114
0
Frá saltfiskvinnslu hjá VSV. Mynd/VSV

Stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar greindi frá því á ársfundi félagsins að stjórn þess hefði ákveðið að fresta um sinn boðuðum áformum um nýtt átta þúsund fermetra botnfiskvinnsluhús.

<>

Það væri gert í varúðarskyni vegna alþjóðlegs óvissuástands í efnahagsmálum með tilheyrandi áhrifum á starfsemi fjármálastofnana erlendis og hérlendis.

Á ársfundi sem haldinn var í apríl í fyrra var tilkynnt að hafinn væri undirbúningur að uppbyggingu nýs húss fyrir botnfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar.

Gömul hús yrðu rifin og ný byggð í áföngum svo unnt yrði að halda fiskvinnslu gangandi allan tímann.

Heimild: Fiskifrettir.vb.is