Home Fréttir Í fréttum Breytingar á eigendahóp ARKÍS

Breytingar á eigendahóp ARKÍS

199
0
Mynd: Arkis.is

Erna Þráinsdóttir arkitekt hefur bæst í eigendahóp ARKÍS arkitekta.  Erna hefur starfað hjá ARKÍS frá 2018, en starfaði áður sem arkitekt hjá Norconsult í Noregi.

<>

Erna er með MA gráðu í arkitektúr frá Arkitektaskólanum í Ásósum og BA í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands.

Á sama tíma hefur Aðalsteinn Snorrason, arkitekt og einn stofnenda ARKÍS, stigið út úr eigendahópnum.  Aðalsteinn starfar hjá ARKÍS fram á vorið, en mun í framhaldinu færa sig til nýrra starfa.

Aðalsteinn hefur stýrt fjölmörgum ARKÍS verkum af mikilli fagmennsku og myndarskap á liðnum árum.

Heimild: Arkis.is