Home Fréttir Í fréttum Nýja Ljónagryfjan rís!

Nýja Ljónagryfjan rís!

340
0
VF-mynd: Hilmar Bragi

Framkvæmdir við nýtt íþróttahús og sundlaug við Stapaskóla í Innri-Njarðvík ganga vel. Tveir voldugir byggingakranar tróna yfir framkvæmdasvæðinu.

<>

Uppsteypu mannvirkjanna er ekki lokið en nú er verið að steypa þann hluta þar sem sundlaugin verður.

Íþróttahúsið verður nýr heimavöllur körfuknattleiksins í Njarðvík, eða ný Ljónagryfja. Þá bíða íbúar væntanlega spenntir eftir sundlauginni sem þarna verður en hún verður almenningssundlaug eftir að skóladegi lýkur og heitir pottar verða utandyra á svölum á byggingunni.

Heimild: VF.is