Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Arnarnesvegur (411) Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut, eftirlit og ráðgjöf

Opnun útboðs: Arnarnesvegur (411) Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut, eftirlit og ráðgjöf

236
0

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Arnarnesvegur (411), Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut.

Verkið innifelur gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi.

Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stígar og settjörn. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræð II.

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 24. janúar 2023, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

Previous article10.02.2023 Grunnskóli Grindavíkur – Utanhúsklæðningar
Next article28.02.2023 Yfirlagnir á Suðursvæði, Höfuðborgarsvæðið 2023 -2024, malbik