Home Fréttir Í fréttum Nýr heitavatnstankur í Reykjavík fyrir næsta vetur

Nýr heitavatnstankur í Reykjavík fyrir næsta vetur

139
0
Nú eru þrír tankar á Reynisvatnsheiði fyrir ofan Grafarholtið. Gert hafði verið ráð fyrir þeim fjórða og verður hann byggður í ár og á að vera tilbúinn fyrir næsta vetur. Mynd/Veitur

Nýr heita­vatnstank­ur verður reist­ur á Reyn­is­vatns­heiði á þessu ári, en hon­um er meðal ann­ars ætlað að bregðast við auk­inni heita­vatnsþörf sem hef­ur komið í ljóst á höfuðborg­ar­svæðinu í kuldatíðinni í vet­ur. Á tankur­inn að gagn­ast fyr­ir alla Reykja­vík og önn­ur svæði þar sem Veit­ur eru með starf­semi.

<>

Kost­ar 600 millj­ón­ir

Geym­ir­inn verður af sömu stærð og þrír aðrir geym­ar sem eru nú þegar á heiðinni, en þessi nýi mun í raun loka fern­ingn­um sem tank­arn­ir munu mynda. Verður tankur­inn með 32 metra þver­mál og 10 metra hár og mun hann rúma 9.000 rúm­metra af vatni. Áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina hleyp­ur á um 600 millj­ón­um.

Heim­ir Hjalta­son, sér­fræðing­ur í fjár­fest­ing­um hita­veitu hjá Veit­um, seg­ir í sam­tali við mbl.is að verið sé að auka svig­rúm í kerf­inu með þess­ari fram­kvæmd. „Eft­ir svona langt kulda­tíma­bil í vet­ur kom í ljós þörf fyr­ir bætt­ar rekstr­araðstæður fyr­ir vatn frá virkj­un. Við erum að auka buf­fer­inn í tönk­un­um þannig að hægt sé m.a. að bregðast bet­ur við bil­un­um,“ seg­ir hann.

Tank­arn­ir eru nú þrír á Reyn­is­vatns­heiði, en verða fjór­ir síðar á ár­inu. Mynd: Map.is

Flýttu fram­kvæmd­um eft­ir harðan vet­ur

Jafn­framt seg­ir hann tank­inn bæta mögu­leika Veitna til að bregðast við háum topp­um í notk­un. Vís­ar hann m.a. til þess að sveifl­an sé oft mik­il seinni part dags, en svo um næt­ur fyll­ast tank­arn­ir aft­ur.

Fram­kvæmd­in var á áætl­un hjá Veit­um að sögn Heim­is, en aðstæðurn­ar í vet­ur urðu til þess að fyr­ir­tækið ákvað að flýta þeim um eitt  eða tvö ár. Seg­ir hann að áætlað sé að fara í útboð fljót­lega og að tankur­inn verði reist­ur fyr­ir næsta vet­ur og muni þar með gagn­ast sem viðbót við kerfið komi aft­ur til harðs vet­ur eft­ir ár.

Ekki sama hvar tank­arn­ir eru

Tveim­ur af sex heita­vatnstönk­um í Perlunni var lokað á sín­um tíma. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að nýta þá núna seg­ir Heim­ir þá ekki hafa sömu virkni fyr­ir kerfið. Með því að hafa tank­ana á Reyn­is­vatns­heiði þar sem þeir eru fyrsta snert­ing við höfuðborg­ar­svæðið þá nýt­ast þeir best fyr­ir allt svæðið, en ef taka ætti aft­ur í notk­un geyma í Perlunni þá myndu þeir aðeins nýt­ast fyr­ir það svæði sem ligg­ur þaðan, í þessu til­felli aðallega fyr­ir Vest­ur­bæ­inn. „Þá ertu ekki að sinna öllu höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Heim­ir.

Heimild: Mbl.is