Home Fréttir Í fréttum Auðu rýmin kalla á endurskoðun

Auðu rýmin kalla á endurskoðun

77
0
Ósk um að innrétta gistirými á jarðhæð í Arnarhlíð 2 var synjað. mbl.is/sisi

Helgi Áss Grét­ars­son vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins hyggst í dag leggja fram til­lögu um fjöl­breytt­ari notk­un jarðhæða á þétt­ing­ar­reit­um í borg­inni.

<>

Nán­ar til­tekið at­vinnu­rýma á jarðhæð sem ætluð eru und­ir versl­un og þjón­ustu.

Helgi Áss seg­ir að til­efnið sé ekki síst fjöldi auðra at­vinnu­rýma á jarðhæð nýrra fjöl­býl­is­húsa á Hlíðar­enda. Þar sé eft­ir­spurn­in ekki í takt við fram­boðið sem orðið sé veru­legt.

Vill skapa umræðu

„Varðandi Hlíðar­enda­hverfið þá er til­gang­ur til­lög­unn­ar að fá umræðu um stöðuna ásamt því að benda á dæmi, bæði ný­leg og úr sög­unni, þar sem skort­ur á að tengja sam­an íbúðabyggð og versl­un veld­ur vanda í skipu­lags­mál­um borg­ar­inn­ar,“ seg­ir Helgi Áss og nefn­ir fleiri dæmi.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is