Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst í dag leggja fram tillögu um fjölbreyttari notkun jarðhæða á þéttingarreitum í borginni.
Nánar tiltekið atvinnurýma á jarðhæð sem ætluð eru undir verslun og þjónustu.
Helgi Áss segir að tilefnið sé ekki síst fjöldi auðra atvinnurýma á jarðhæð nýrra fjölbýlishúsa á Hlíðarenda. Þar sé eftirspurnin ekki í takt við framboðið sem orðið sé verulegt.
Vill skapa umræðu
„Varðandi Hlíðarendahverfið þá er tilgangur tillögunnar að fá umræðu um stöðuna ásamt því að benda á dæmi, bæði nýleg og úr sögunni, þar sem skortur á að tengja saman íbúðabyggð og verslun veldur vanda í skipulagsmálum borgarinnar,“ segir Helgi Áss og nefnir fleiri dæmi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is