Home Fréttir Í fréttum Skipulagið á ekki að vera sett fram í þágu fjárfesta

Skipulagið á ekki að vera sett fram í þágu fjárfesta

76
0
Kársnes í framtíðinni. Hugmyndir arkitektanna um útlit nýrra íbúðarhúsa á reitnum við Kópavogshöfn. Þetta verða eflaust eftirsóttar íbúðir í nálægð við sjóinn og skjólgóða og sólríka inngarða. Mynd/Atelier arkitektar /mbl.is

Reit­ur 13, sem er við hafn­ar­svæðið á Kárs­nes­inu í Kópa­vogi, var samþykkt­ur af meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar í fyrra­dag. Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Viðreisn­ar, seg­ir skipu­lagið vera sett fram af fjár­fest­um og í þágu þeirra.

<>

„Fjár­fest­arn­ir sem áttu reit­inn lengst af voru með yf­ir­ráð yfir um 60% af reitn­um, Hjálp­a­sveit skáta og Kópa­vogs­bær áttu rest. Fjár­fest­arn­ir komu með til­lögu um að fá að deili­skipu­leggja all­an reit­inn en það var aldrei form­lega samþykkt í nefnd­ar­kerfi bæj­ar­ins, aðeins lagt fram og kynnt.

Öll form­leg­heit við af­greiðslu máls­ins, þ.e. að einkaaðili fái heim­ild sveit­ar­stjórn­ar til að vinna til­lögu að deili­skipu­lagi eins og ber að gera sam­kvæmt lög­um var ekki fyr­ir að fara. Það fór aldrei í rétt­an far­veg inn í Kópa­vogs­bæ að mínu mati og aldrei skýrt hver væri að stýra ferðinni fjár­fest­ar eða Kópa­vogs­bær. Þeim ber að fá slíka beiðni form­lega samþykkta af sveit­ar­stjórn.“ seg­ir Theo­dóra í sam­tali við mbl.is.

Fjár­fest­ar vilja bara íbúðir

Hafn­ar­svæðið nær upp að ein­býl­is­húsa­byggð við Þing­hóls­braut og er íbúðamagnið 18.800 fer­metr­ar þar sem ein­ung­is var heim­ild fyr­ir 14.500 fer­metr­um. Hún seg­ir að ef litið sé til Norður­land­anna megi sjá vel skipu­lögð hafn­ar­svæði sem iðar af mann­lífi.

„Við hefðum getað tekið reit 13 og skipu­lagt stór­glæsi­legt hafn­ar­svæði, ásamt því að taka mið af reitn­um við hliðin á þar sem búið er að gera ráð fyr­ir þjón­ustu­rým­um og skipu­lagt með heild­ar­sýn fyr­ir versl­un, þjón­ustu, veit­ing­um og afþrey­ingu, en í staðinn er verið að byggja íbúðir nán­ast út í sjó með sam­göngu­stíg á milli hafn­ar­inn­ar og svæðis­ins, það eru von­brigði í mín­um huga.“ seg­ir Theo­dóra.

Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Theo­dóra kall­ar eft­ir heild­ar­sýn fyr­ir versl­un og þjón­ustu á hafn­ar­svæðinu og að það sé ekki í lagi að fjár­fest­ar ráði ferðinni þegar komi að skipu­lagi, þeir vilji ein­fald­lega fá sem mest út úr reitn­um í íbúðamagni.

„Ástæðan fyr­ir því að ekki er hægt að búa til slík gæði er ein­fald­lega vegna þess að það eru fjár­fest­ar sem ráða ferðinni. Þeir vilja auðvitað bara íbúðir og selja svo skipu­lags­heim­ild­irn­ar eins og gert var í þessu til­felli. Sveit­ar­stjórn­in þarf að standa í lapp­irn­ar.

Það stóð til dæm­is í lýs­ing­unni á reitn­um við hliðin á að það ætti að vera 1.000 fer­metr­ar af versl­un og þjón­ustu á aðkomu­hæð en þegar til­lag­an kom þá ætluðu þeir sér ekk­ert að gera það held­ur nán­ast ein­ung­is vera með íbúðir.

Ég óskaði eft­ir því að vísa því máli til baka og fékk í gegn að þeir færu eft­ir lýs­ing­unni. Á þess­um reit átti að vera 500 fer­metr­ar af versl­un og þjón­ustu en nú er búið að minnka það niður í rúm 200 þar sem gert er ráð fyr­ir aðstöðu Hjálp­ar­sveit­ar­inn­ar.

Það sem vant­ar er heild­ar­sýn á versl­un- og þjón­ustu á þessu hafn­ar­svæði. Tæki­fær­in í Kópa­vogs­höfn eru óend­an­leg fyr­ir allskon­ar þjón­ustu og afþrey­ingu. Reit­ur 13 leik­ur þar lyk­il­hlut­verk því höfn­in er beint fyr­ir fram­an reit­inn og þar fyr­ir utan eru áform uppi um að stækka höfn­ina um helm­ing,“ seg­ir Theo­dóra að lok­um.

Heimild: Mbl.is