Home Fréttir Í fréttum Tafir á viðbyggingunni

Tafir á viðbyggingunni

178
0
Snjór liggur yfir grunni viðbyggingarinnar við flugstöðina á Akureyri. Mbl.is/Margrét Þóra

„Fram­kvæmd­ir við stækk­un flug­hlaðs ganga vel og milda veðrið í nóv­em­ber og byrj­un des­em­ber hafði sitt að segja.

<>

Loka­hnykk­ur á þeirri fram­kvæmd er að mal­bika bæði hlað og nýja ak­braut og það verður gert næsta sum­ar. Útboðsgögn­in eru í yf­ir­ferð og verða gögn­in sett út núna um miðjan janú­ar,“ seg­ir Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Isa­via Inn­an­lands­flug­valla.

Rétt ár er frá því skrifað var und­ir samn­ing milli Isa­via Inn­an­lands­flug­valla og Bygg­inga­fé­lag­ins Hyrnu um viðbygg­ingu við flug­stöðina á Ak­ur­eyri.

Viðbygg­ing­in verður um 1.100 fer­metr­ar að stærð og samn­ings­upp­hæðin er ríf­lega 810 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is