Á föstudaginn síðasta fékk LNS Saga formlega afhentar tvær nýjar og eins og sagt er „stórar“ Volvo vinnuvélar á Húsavík.
Á heimasíðu Volvo atvinnuvéla segir að hér séu á ferðinni annarsvegar Volvo L350F hjólaskófla sem er nálægt 55 tonn að þyngd og hinsvegar stæðsta og þyngsta Volvo vinnuvélin sem hefur verið flutt til landsins eða EC700C L en hún er ca.75 tonn að þyngd.
Eru þessar Volvo vinnuvélar mjög vel útbúnar í alla staði. Ökumannshúsin þægileg þar sem hugsað hefur verið um að stjórnandanum líði sem best og geti einbeitt sér að þeim verkefnum sem fyrir höndum er.
Hjólaskóflan er með BSS fjöðrunarbúnaði á gálga, CDC stjórnun á stýri, sjálfvirkri smurstöð, bakkmyndavél, öflugum vinnuljósum og loftkælingu. Ekki þar fyrir að þörf sé á loftkælingu þessa daganna um hávetur en klárlega kemur loftkælingin til með að koma að góðum notum þegar sól fer að hækka á lofti og hlýna.
Heimild:641.is