Framleiðandi Hollywood mynda og erfingjar grísks skipaflutningafélags keyptu tvær íbúðir í miðbæ Reykjavíkur í sumar fyrir samtals 530 milljónir króna.
Bræðurnir Achilles og Christos Konstantakopoulos, erfingjar gríska skipaflutningafélagsins Costamare, keyptu hvor sína íbúðina í miðbæ Reykjavíkur í sumar fyrir samtals 530 milljónir króna. Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.
Achilles keypti 179 fermetra íbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu á 280 milljónir króna og fermetraverðið því ríflega 1,5 milljónir króna. Þá keypti Christos íbúð við á 176 fermetra íbúð á elleftu hæð í turninum að Vatnsstíg 16-18 í Skuggahverfinu á 250 milljónir króna og fermetraverðið því um 1,4 milljónir króna.

Christos hefur helst vakið athygli sem kvikmyndaframleiðandi og framleitt fjölda kvikmynda með heimsþekktum leikurum.
Meðal kvikmynda sem Christos vinnur að eða hefur nýlega framleitt eru Billy Wilder & Me með Christoph Waltz í aðahluverki, The Good House með Sigourney Weaver í aðahlutverki, The Lost Daughter með Olivia Colman og Ed Harris í burðarhlutverkum.
Heimild: Vb.is