Home Fréttir Í fréttum Hekla skoðar höfuðstöðvar í Garðabæ

Hekla skoðar höfuðstöðvar í Garðabæ

337
0
Bílaumboðið Hekla hefur í áratugi verið með höfuðstöðvar sínar við Laugaveg.

Hekla fast­eign­ir hf. átti hæsta boð í bygg­ing­ar­rétt á tveim­ur lóðum í Þorra­holti, nýrri götu sem ligg­ur við Reykja­nes­braut í Garðabæ, á mörk­um við Kópa­vog og fyr­ir ofan upp­lyfta hring­torgið á Arn­ar­nes­vegi. Áform­ar fé­lagið að reisa þar nýj­ar höfuðstöðvar sín­ar, en áður höfðu áform þess um höfuðstöðvar í Suður-Mjódd farið út um þúfur eft­ir viðræður við Reykja­vík­ur­borg.

<>

Um miðjan júní samþykkti bæj­ar­ráð Garðabæj­ar að fela Alm­ari Guðmunds­syni bæj­ar­stjóra að ræða við for­svars­menn Heklu um nán­ari út­færslu til­boðsins og áform fé­lags­ins varðandi starf­semi á lóðunum.

Til­boð Heklu hljóðaði upp á 282,25 millj­ón­ir, en eitt annað til­boð barst og var það sam­tals upp á 210 millj­ón­ir.

„Við erum að máta þetta“

Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu seg­ir að fyr­ir­tækið vinni núna með skipu­lags­yf­ir­völd­um í Garðabæ og skoði hvort hægt sé að láta þetta passa inn í skipu­lagið. Vinn­an standi nú yfir, en von­andi tak­ist að ljúka henni í haust. „Við erum að máta þetta.“ Seg­ir hann að meðal ann­ars sé til skoða hvernig hægt sé að koma bíla­stæðum fyr­ir, en þar kem­ur til greina að hafa þau neðanj­arðar eða í bíla­stæðahús­um til að bæta ásýnd svæðis­ins.

Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu. Ljós­mynd/​Aðsend

Friðbert seg­ir þetta svæði kjörið fyr­ir starf­sem­ina, enda sé þetta eig­in­lega miðja höfuðborg­ar­svæðis­ins. Samn­ing­ar Heklu og borg­ar­inn­ar um lóð í syðri Mjódd gengu ekki upp. Spurður um af­stöðu Garðabæj­ar seg­ir Friðbert: „Sveit­ar­fé­lagið leit­ast eft­ir að fá fyr­ir­tæki til sín.“

18-20 þúsund fer­metra lóð drauma­stærðin

Hann seg­ir drauma­stærð Heklu vera 18-20 þúsund fer­metra lóð og að geta byggt um 7-8 þúsund fer­metra und­ir starf­sem­ina. Hekla hef­ur hingað til verið með starfs­stöðvar sín­ar í Reykja­vík, eða í um 90 ár og þar af síðan 1960 við Laug­ar­veg.

Alm­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að um sé að ræða tvær af þrem­ur lóðum sem Garðabær eigi við Þorra­holt, en það er hluti af mun stærra upp­bygg­ing­ar­verk­efni í Hnoðraholti sem nú stend­ur yfir, en bú­ist er við að bygg­ing fyrstu íbúða á svæðinu hefj­ist strax á kom­andi vetri.

„Ég er ánægður með að svona aðili sjái hag sín­um borgið á þess­um stað,“ seg­ir Alm­ar og bæt­ir við að Hekla horfi á þetta sem framtíðarstað fyr­ir höfuðstöðvar sín­ar. Bend­ir hann á að þegar sé bílaum­boðið Toyota með höfuðstöðvar í Garðabæ.

Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar. mbl.is/​Arnþór

Alm­ar seg­ir að framund­an séu spenn­andi viðræður við Heklu og ljóst sé að fyr­ir­tækið sjái tæki­færi svona miðsvæðis.

Ljóst er m.v. skipu­lag Hnoðraholts­ins að ekki verður í boði jafn víðfem bíla­stæði og t.d. eru á lóð Toyota í Kaup­túni. Spurður hvort hann telji það ekk­ert geta haft áhrif fyr­ir bílaum­boð eins og Heklu á nei­kvæðan hátt seg­ir Alm­ar að bíla­brans­inn sé að breyt­ast hratt og að í dag sé ekki endi­lega jafn­mik­il þörf á stór­um bíla­plön­um og áður.

Heimild: Mbl.is