Home Fréttir Í fréttum Byggja nýtt hverfi í Úlfarsárdal

Byggja nýtt hverfi í Úlfarsárdal

323
0
Byggt verður vestan og norðan Leirtjarnar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð samþykkti í morg­un að nýtt íbúðahverfi muni bæt­ast við á svæðinu vest­an og norðan Leirtjarn­ar í Úlfarsárs­dal.

<>

Stefnt er að mark­vissu sam­ráðsferli á skipu­lags­tíma­bil­inu þar sem íbú­ar og aðrir hagaðilar geta komið sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Bregðast við at­huga­semd­um og birta deili­skipu­lagstil­lögu næsta vor

Vinna að deili­skipu­lagi mun standa yfir fram á næsta ár en bú­ist er við því að deili­skipu­lagstil­laga verði aug­lýst næsta vor og brugðist við at­huga­semd­um í fram­hald­inu.

Nú­ver­andi íbúðahverfi í Úlfarsár­dal hef­ur verið í upp­bygg­ingu síðan 2006 og hef­ur nú öll­um lóðum verið út­hlutað. Hverfið er nærri því full­byggt með um­hverfi fyr­ir skóla-, íþrótta og menn­ing­ar­starf­semi sem er langt kom­in í fram­kvæmd nú.

Upp­bygg­ing fyr­ir versl­un og þjón­ustu er haf­in á lóð á nú­ver­andi Leirtjarn­ar­svæði að því er seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar en í næsta ná­grenni hverf­is­ins eru marg­ar af helstu nátt­úruperl­um höfuðborg­ar­svæðis­ins svo sem Úlfarsár­dal­ur­inn sjálf­ur, Úlfars­fell og Reyn­is­vatn.

Heimild: Mbl.is