Á morgun verður Nýbýlavegur lokaður frá klukkan átta í fyrramálið til klukkan sex annað kvöld vegna malbiksviðgerða, að því segir í tilkynningu frá Loftorku, sem annast verkið.
Vegagerðin hefur gefið heimild til verksins ef veður leyfir. Það verður unnið í tveimur áföngum. Fyrst verða framkvæmdir vestan megin við hringtorgið á Nýbýlavegi við Lund. Strax í kjölfarið verður ráðist í viðgerðir austan megin við það.
Lokað verður fyrir umferð um Nýbýlaveg á meðan framkvæmdunum stendur en hjáleiðir verða samkvæmt mynd.

Heimild: Mbl.is