Home Fréttir Í fréttum Elsta verktakafyrirtæki landsins vill byggja tugi íbúða í Reykjanesbæ

Elsta verktakafyrirtæki landsins vill byggja tugi íbúða í Reykjanesbæ

277
0
Reykjanesbær

<>

Eitt elsta verktakafyrirtæki landsins, Sveinbjörn Sigurðsson ehf., hefur uppi áform um að reisa fjölda íbúða í Reykjanesbæ en fyrirtækið hefur sótt um tæplega 80 lóðir í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fyrirtækið var stofnað árið 1942 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu.

Lóðirnar sem fyrirtækið sækir um eru við Lerkidal og Víðidal í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Fyrirtækið hyggst byggja raðhús á einni hæð á lóðunum. Því er ekki er um breytingar á byggingarreit að ræða að öðru leiti en því að hafa húsin einlyft í stað tveggja hæða og fjölga íbúðum úr fjórum í fimm á hverri lóð.

Lóðaúthlutunin var samþykkt á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var þann 8. desember síðastliðinn en breytingarnar sem fyrirtækið hyggst gera verða sendar í grenndarkynningu.

Fyrirtækið hefur ekki eingöngu tekið að sér hefðbundin verkefni í byggingariðnaðinum heldur er verkefnalistinn mjög fjölbreyttur, fyrirtækið hefur t.d. unnið töluvert fyrir Ísal og Norðurál sem hafa verið stórir viðskiptavinir en þar hefur fyrirtækið tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá álverunum á undanförnum árum, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið sérhæft sig í að byggja skólabyggingar og hefur meðal annars byggt 25 leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Heimild: Sudurnes.net