Home Fréttir Í fréttum Fyrsta íbúðarhúsnæðið til að hljóta slíka vottun

Fyrsta íbúðarhúsnæðið til að hljóta slíka vottun

187
0
Gísli tekur á móti vottuninni síðastliðinn fimmtudag. Ljósmynd/Svansvottun

Fyrsta íbúðar­hús­næðið hlaut á fimmtu­dag svans­vott­un fyr­ir end­ur­bæt­ur þegar fram­kvæmda­stjóri Svans­ins af­henti Auðnu­tré ehf. svans­leyfi fyr­ir Þing­holts­stræti 35 í Reykja­vík.

<>

Gísli Sig­munds­son tók við leyf­inu fyr­ir Auðnu­tré ehf. en hann keypti húsið í sept­em­ber árið 2020 með það að mark­miði að fá svans­vott­un fyr­ir end­ur­bæt­urn­ar. Hann lagði mikla áherslu að sýna vel frá ferl­inu frá upp­hafi til enda, m.a. á Face­book þar sem hann birti viðtöl við verk­taka og mynd­ir.

Húsið er á þrem­ur hæðum og stend­ur í ein­um elsta hluta borg­ar­inn­ar. Allt bygg­ing­ar­efni sem féll frá hús­inu var vand­lega flokkað og komið í end­ur­vinnslu og rétt­an úr­gangs­far­veg, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Svans­ins.

Burðar­virkið nýtt

Áður en hægt var að ráðast í end­ur­bæt­urn­ar þurfti að fram­kvæma ákveðnar út­tekt­ir til þess að tryggja gæði end­ur­bót­anna, rétt­an far­veg úr­gangs og fleira. Á svans­vott­un­in að tryggja að um­hverf­is­leg­ur ávinn­ing­ur af verk­efn­inu sé um­tals­verður en í slík­um end­ur­bóta­verk­efn­um á mik­il áhersla að vera lögð á að nýta það sem hægt er.

Þrátt fyr­ir að húsið hafi verið í lé­legu ásig­komu­lagi þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust var burðar­virkið til að mynda nýtt áfram, ásamt gól­f­efni í for­stofu og stiga inn­an­dyra, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Var að nota sömu vör­ur og kraf­ist var

„Það er virki­lega gam­an að segja frá því að þetta er fyrsta íbúðar­húsið sem hlýt­ur svans­vott­un sam­kvæmt end­ur­bótaviðmiðunum en Ísland er sér­stak­lega framar­lega þegar kem­ur að Svans­vottuðum end­ur­bót­um þar sem flest slík verk­efni eru hér á landi,“ sagði Rakel Elva Jóns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Svans­ins við af­hend­ingu vott­un­ar­inn­ar í dag.

„Þegar ég fór að skoða svans­vott­un bet­ur sá ég að þær bygg­ing­ar­vör­ur sem mátti nota voru nokk­urn veg­in þær vör­ur sem ég var nú þegar að nota sem ýtti mér út í það að fara út í ferlið.

Fram­kvæmd­in sjálf var ekki flókn­ari en hefðbundn­ar bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir og sam­skipti við helstu aðila sem komu að verk­efn­inu gengu vel. Það var sér­stak­lega ánægju­legt hversu vel sam­starfið við kaup­end­ur húss­ins gekk en eft­ir að þau festu kaup á það unn­um við náið sam­an að því að inn­rétta húsið,“ sagði Gísli.

Heimild: Mbl.is