Home Fréttir Í fréttum Pípulagningamaður í vanda – Sakaður um svik upp á yfir 100 milljónir...

Pípulagningamaður í vanda – Sakaður um svik upp á yfir 100 milljónir króna

333
0
Mynd: Dv.is

Pípulagningmanninum Robert A. Knasiak, sem býr í Mosfellsbæ en er frá Póllandi, hefur verið birt ákæra héraðssaksóknara sem varðar ásakanir um skattsvik upp á rúmlega 100 milljónir króna.

<>

Robert rak einkahlutafélagið RK 100, sem áður hét RK pípulagnir, en félagið er nú afskráð. Robert er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum og ekki skilað virðisaukaskatti sem hann átti að skila upp á um 79,5 milljónir króna fyrir rekstrarárin 2019 og 2020.

Enn fremur er Robert sakaður um að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum fyrir hátt í 22 milljónir króna fyrir rekstrarárið 2020.

Er þess krafist að Robert verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. apríl næstkomandi.

Heimild: Dv.is