Home Fréttir Í fréttum Hand­bolta­hetja til Terra Eininga

Hand­bolta­hetja til Terra Eininga

222
0
Fannar Örn Þorbjörnsson hefur þegar hafið störf. Starfstöð Terra Eininga er í Hringhellu 6. AÐSEND/SAMSETT

Fannar Örn Þorbjörnsson er nýr framkvæmdastjóri Terra Eininga. Starfsemin er hluti af Terra Umhverfisþjónustu og hefur áratuga reynslu af sölu og leigu á húseiningum.

<>

Fannar er iðnaðartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og einnig með meistaragráðu í stjórnun og forystu frá Háskólanum á Bifröst.

Fram kemur í tilkynningu frá Terra Einingum að Fannar hafi starfað sem forstöðumaður Viðskiptakerfa hjá Vodafone til ársins 2017 og síðar sem framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Securitas. Hann búi yfir fimmtán ára stjórnunarreynslu.

Þá segir að Fannar sé fyrrverandi handboltahetja sem ólst upp hjá Val og lék lengst af með félaginu og ÍR. Einnig spilaði Fannar í þrjú ár í Danmörku með Fredericia HK.

Heimild: Visir.is