Home Fréttir Í fréttum Hús risið á umdeildri lóð á Skólavörðustíg

Hús risið á umdeildri lóð á Skólavörðustíg

247
0
Húsið við Skólavörðustíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriggja hæða ný­bygg­ing er ris­in við Skóla­vörðustíg 36. Hún kem­ur í stað húss sem rifið var í óleyfi í októ­ber árið 2020.

<>

Málið vakti mikla at­hygli þar sem um var að ræða hús sem var friðað vegna hverf­is­vernd­ar. Það var talið hafa menn­ing­ar­sögu­legt gildi sem hluti af heil­legri byggð húsa frá 3. ára­tugi 20. ald­ar á Skóla­vörðuholti.

Eig­andi húss­ins hafði fengið leyfi fyr­ir því að bæta einni hæð ofan á húsið. Ekk­ert leyfi til niðurrifs hafði verið veitt.

Óljóst er hvers kyns starf­semi verður í hús­inu en Birg­ir Örn Arn­ar­son, eig­andi húss­ins, vildi ekki tjá sig þegar Morg­un­blaðið leitaði svara. Hann hyggst tjá sig um málið og ferlið við Reykja­vík­ur­borg síðar.

Heimild: Mbl.is