Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á Rauðagerðislóð í Vestmannaeyjum

Samið við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á Rauðagerðislóð í Vestmannaeyjum

260
0
Skýringarmynd.

Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á svokallaðri Rauðagerðislóð á Boðaslóð.

<>

Húseign og byggingarréttur að Boðaslóð 8-10 þar sem nú stendur Rauðagerði var auglýst til útboðs í nóvember sl. Tvö tilboð og hugmyndir bárust í lóðina. Annað frá Steina og Olla ehf. og hitt frá SA verktökum.

Umhverfis og skipulagsráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 14. febrúar sl. og vísuðu málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Hugmyndir tilboðsgjafa um nýtingu lóðarinnar voru bornar saman við skilmála útboðs og fundað var með tilboðsgjöfum. Báðir tilboðsgjafar uppfylltu meginskilmála útboðs samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum og fundum starfsfólks með tilboðsgjöfum.

Umhverfis- og framkvæmdasvið tók saman minnisblað um tilboðin tvö og tók bæjarráð það fyrir ásamt gögnum tilboða og fyrirhugaðar hugmyndir um nýtingu lóðarinnar.

Gera ráð fyrir fjórum tveggja hæða fjölbýlishúsum

Í minnisblaðinu kemur fram að tilboð Steina og Olla hljóði uppá 45 milljónir króna og er allt innifalið í því verði, m.a. gatnagerðagjöld. Tilboð SA verktaka hljóðaði uppá 8 milljónir, þar bætast við gatnagerðagjöld sem eru metin sa.22 milljónir. Samtals rúmar 30 milljónir.

Hugmyndir Steina og Olla gera ráð fyrir fjórum tveggja hæða fjölbýlishúsum á lóðinni og alls 18 íbúðum, 4 í 2 byggingum en 5 í 2 byggingum.

Bílastæðahús er undir byggingunni lengst í norður og þar er gert ráð fyrir stæðum fyrir allar byggingarnar. Þar fyrir utan er gert ráð fyrir bílastæði við Bessastíg sem þykir ekki hentugt fyrir umferð gangandi eða keyrandi um götuna. Við nánari útfærslu svæðis myndi þurfa að huga að fyrirkomulagi innkeyrsla, gangstétta og almennra stæða.

Hugmynd lóðarhafa er að hafa bílastæðin í jaðri svæðisins til að gera ráð fyrir grænum svæðum milli bygginganna. Skapa þannig svæði sem eru hentug til útiveru t.d. fyrir börn. „Á lóð verða sameiginlegir göngustígar að hverju húsi, með aðgengi að bílakjallara og bílastæðum og önnur svæði lögð grasi.“

Deiliskipulag næst á dagskrá

Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. á grundvelli tilboðs þeirra. Ráðist verður í gerð deiliskipulags vegna lóðarinnar skv. umræddum útboðsgögnum í samstarfi svið starfmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Bæjarráð fól umhverfis- og framkvæmdasviði einnig að gera samning við hlutaðeigandi byggða á þeim skilmálum sem eru í útboði ásamt þeim atriðum sem fram komu í viðræðum aðila. Einnig að ganga frá verkáætlun í samráði við kaupanda. Skal samningurinn ásamt fylgigögnum vera lagður fyrir bæjarráð til samþykktar þegar hann er tilbúinn.

Hér stendur til að byggja fjögur fjölbýlishús. Ljósmynd/TMS

Greinargerð Steina og Olla ehf.

Heimild: Eyjar.net