Home Fréttir Í fréttum Íbúar krefjast endurupptöku

Íbúar krefjast endurupptöku

132
0
Úr Skerjafirðinum. mbl.is/Golli

Tæp­lega 40 íbú­ar Ein­ars­ness hafa kraf­ist end­urupp­töku á máli þar sem úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafi aug­ljós­lega byggt úr­sk­urð sinn á röng­um for­send­um um máls­at­vik. Nefnd­in hafnaði því í síðustu viku að ákvörðun borg­ar­stjórn­ar um nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Nýja-Skerja­fjörð yrði felld úr gildi.

<>

Í kröf­unni seg­ir að for­senda nefnd­ar­inn­ar fyr­ir úr­sk­urðinum hafi al­farið byggst á upp­lýs­inga­gjöf Reykja­vík­ur­borg­ar og að stuttu áður en nefnd­in kvað upp úr­sk­urð í mál­inu greip Reykja­vík­ur­borg til ráðstaf­ana sem séu ekki í sam­ræmi við upp­lýs­inga­gjöf­ina.

Að sögn Ingva Hrafns Óskars­son­ar, sem er í for­svari fyr­ir kær­end­ur og er auk þess einn íbú­anna, var upp­lýs­inga­gjöf Reykja­vík­ur­borg­ar til nefnd­ar­inn­ar með þeim hætti að hún mátti ætla að deili­skipu­lagið fyr­ir allt svæðið yrði unnið áður en fram­kvæmd­ir myndu hefjast.

Hins veg­ar hafi Reykja­vík­ur­borg fyr­ir skömmu aug­lýst útboð og þar komi fram að þetta verði ekki unnið sam­an. Nefnd­in hafi því byggt úr­sk­urð sinn á röng­um for­send­um.

Heimild: Mbl.is